Ólafur Bragi Íslandsmeistari í torfæru í annað sinn

olafur_bragi_jonsson.jpgÓlafur Bragi Jónsson, ökuþór frá Egilsstöðum, varð nýverið Íslandsmeistari í torfæruakstri í annað sinn. Ólafur Bragi tók þátt í þremur keppnum í sumar og vann þær allar.

 

Ólafur Bragi vann keppnirnar á Akureyri, Egilsstöðum og þá seinustu Blönduósi en eknar voru fjórar umferð í Íslandsmótinu. Með sigrinum á Blönduósi endurheimti hann titilinn sem hann vann árið 2008.

„Mér fannst ég þurfa að hafa meira fyrir titlinum þá. Gömlu samkeppnisaðilarnir eru hættir og nýir teknir við sem eiga eftir að öðlast reynslu,“ segir Ólafur.

Útlitið var ekki gott fyrir Ólaf eftir fyrstu þrautina á Blönduósi þar sem hann var seinastur. Hann snéri við taflinu í annarri braut sem hann kláraði einn og var orðinn efstur eftir þá þriðju. Þótt bilun kæmi upp í bílnum keyrði hann rólegur til loka og vann. Það hjálpaði að helsti keppninautur hans, Jóhann Rúnarsson á Trúðnum, heltist úr lestinni eftir þriðju braut.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar