Leikmenn úr úrvalsdeildinni þjálfuðu í knattspyrnuakademíu Tandrabergs: Myndir

knattspyrnu_akadema_050_web.jpgUm tvö hundruð þátttakendur, víðsvegar af Austurlandi, tóku þátt í Knattspyrnuakademíu Tandrabergs sem fram fór í Fjarðabyggðarhöllinni fyrir skemmstu. Yngri flokkar Fjarðabyggðar stóðu að akademíunni fyrir iðkendur á aldrinum 6-15 ára í þriðja sinn.

 

Fótboltaæfingar, kvöldvaka og fyrirlestur einkenndu dagskrána sem byrjaði kl. 15:00 á föstudegi og lauk kl. 16:00 á laugardegi.

Um 14 þjálfarar úr Fjarðabyggð og Pepsi-deild kvenna ásamt leikmönnum úr Pepsi-deild karla stjórnuðu æfingum og voru krakkarnir mjög ánægðir með þær æfingar sem boðið var upp á. Einnig var sú nýbreytni þetta árið að boðið var upp á fyrirlestur fyrir foreldra sem þótti takast mjög vel.

knattspyrnu_akadema_021_web.jpgknattspyrnu_akadema_027_web.jpgknattspyrnu_akadema_039_web.jpgknattspyrnu_akadema_047_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar