Leiknismenn telja meistaraflokkum mismunað

huginn_leiknir 034.jpg

Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Leiknis á Fáskrúðsfirði telja Fjarðabyggð mismuna meistaraflokkum í greininni í sveitarfélaginu í styrkveitingum. Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) fái styrki en Leiknir ekkert.

 

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi deildarinnar. Þar segir að KFF fái 3,7 milljónir króna í styrk til að halda úti meistaraflokkum karla og kvenna og liði í öðrum flokki karla en Leiknir ekki krónu.

Fjarðabyggð er með lið í 2. deild karla en var áður í 1. deild. Leiknir er með karlalið í þriðju deild. Saman standa félögin að meistaraflokki kvenna. Í ályktuninni er bent á að Leiknir greiðir 30% kostnaðar meistaraflokks kvenna á móti Fjarðabyggð. Þá greiði aðildarfélög KFF:  Leiknir, Valur, Austri og Súlan, auk Leiknis, ferðakostnað annars flokks sem sé stærsti kostnaðarliðurinn.

Keppni í þriðju deild karla hefur verið breytt frá og með komandi sumri. Austfjarðaliðin hafa vanalega leikið á móti hvort öðru og liðum af Norðurlandi en að þessu sinni er Reykjavíkurliðum blandað saman við liðin að austan. Þetta hefur væntanlega í för með sér verulega aukinn ferðakostnað. Í áskorun Leiknis er bent á að liðið muni í sumar spila fimm leiki á höfuðborgarsvæðinu en KFF átta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar