Lengjubikarinn hefst á morgun

hottur_hamar_02062011_0107_web.jpgHöttur leikur sinn fyrsta leik í efstu deild Lengjubikarsins þegar liðið tekur á móti Þór frá Akureyri í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan tvö á morgun. Keppni stendur yfir í Síldarvinnslumótinu.

 

Fyrstu deild fylgja erfiðari mótherjar og því fær Höttur að kynnast í riðlinum. Auk Þórsara, sem féllu úr úrvalsdeildinni síðasta sumar, eru þar úrvaldeildarliðin Grindavík, Valur, FH og Fylkir auk Leiknis Reykjavík og Fjölnis.

Hattarliðið hefur styrkt sig síðustu daga. Gengið hefur verið frá félagaskiptum Högna Helgasonar frá Breiðabliki til frambúðar og Seyðfirðingurinn Birkir Pálsson kemur frá Þrótti í Reykjavík til að þétta vörnina. Friðrik Ingi Þráinsson, sem var að láni frá Fylki síðasta sumar, verður áfram lánsmaður hjá Egilsstaðaliðinu.

Önnur austfirsk lið hefja ekki keppni í Lengjubikarnum fyrr en eftir um mánuð.

Höttur á einnig lið í Síldarvinnslumótinu, sem Knattspyrnudómarafélag Austurlands stendur fyrir. Þar mætast Leiknir og Sindri á Fellavelli í hádeginu á morgun en Fjarðabyggð er efst í þessu fjögurra liða móti með fjögur stig úr tveimur leikjum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.