Lið Haustaks vann firmakeppni Bridgesambandsins

bridge_firmakeppni13_web.jpg
Lið Haustaks, skipað þeim Pálma og Guttormi Kristmannssonum, sigraði í firmakeppni Bridgesambands Austurlands sem fram fór í Stöðvarfjarðarskóla um helgina. Sextán fyrirtæki sendu lið til keppni.

Spilaður var tvímenningur og fengu 3 efstu fyrirtækin afhenta bikara til eignar, auk þess sem efstu keppendur fengu verðlaun til viðurkenningar fyrir frammistöðu sína.
 
Efstu pör í mótinu urðu:
1. Pálmi Kristmannsson og Guttormur Kristmannsson, sem spiluðu fyrir Haustak á Fljótsdalshéraði.
2. Bjarni Sveinsson og Kári Ásgrímsson, sem spiluðu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Borgarfirði „borgarfjordureystri.is“
3. Guðmundur Þorsteinsson og Óskar Elíasson, sem spiluðu fyrir Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði
4. Þorbergur Hauksson og Bjarni Ingvason, sem spiluðu fyrir Slökkvitækjaþjónustuna á Eskifirði.

Eftirtalin fyrirtæki sendu lið í mótið.
KPMG, Egilsstöðum
www.borgarfjordureystri.is
Loðnuvinnslan Fáskrúðsfirði
Slökkvitækjaþjónustan, Eskifirði
Eskja, Eskifirði
Fiskimið, Eskifirði
Launafl, Reyðarfirði
Landsbankinn, Reyðarfirði
Brimberg, Seyðisfirði
Hafaldan, Seyðisfirði
Birkja ehf. Reyðarfirði
Haustak, Fljótsdalshéraði
SKRA (Skrifstofuþjónusta Austurlands) Fljótsdalshéraði
Fiskmarkaður Djúpavogs, Djúpavogi
Sjóvá Almennar, Fljótsdalshéraði
Héraðsprent Fljótsdalshéraði

Spilararnir í lok keppnisdags. Mynd: Unnar Jósepsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar