Lísa Leifsdóttir kjörin formaður Hattar

Lísa Leifsdóttir var kjörin formaður Hattar á aðalfundi félagsins í gærdag. Nýr, ásamt henni, inn í stjórnina kemur Óttar Steinn Magnússon.


Davíð Þór Sigurðarson fráfarandi formaður Hattar hefur gengt því starfi undanfarin 12 ár. Hann segir að það hafi verið kominn tími á sig. "Raunar vildi ég hætta í fyrra en vegna COVID tók ég ár í viðbót," segir Davíð Þór. "Ég er ánægur með nýju stjórnina enda er þarna öflugt fólk á ferðinni."

Um tíma á aðalfundinum leit út fyrir að ekki myndu næglega margir bjóða sig fram í stjórnina til hún yrði fullskipuð. Davíð Þór sló því þá fram í gríni að gjafabréf væri í boði fyrir þau sem byðu sig fram, það er þeir yrðu í potti þar sem bréfið yrði dregið úr.

"Þessi brandari hafði tilætluð áhrif og raunar tókst að manna varamannsstöðuna einnig," segir Davíð Þór. "En án alls gríns þá er bara orðið erfitt að fá fólk almennt til að manna stjórnunarstöður. Og það jafnvel hjá Hetti sem er fjölmennasta íþróttafélagið í fjórðungnum og þar að auki vel rekið og í góðum málum."

Í færslu á Facebook síðu Hattar þar sem fjallað er um aðalfundinn kemur fram að fyrir utan Lísu Leifsdóttur og Óttar Stein var Erlingur Guðjónsson fyrir í stjórninni og mun verða ritari en hann hefur setið í stjórninni frá 2019.

Þeir sem létu af störfum voru þeir Jón Óli Benediktsson sem hefur setið í stjórninni síðustu 10 árin eða frá 2011 og Davíð Þór Sigurðarson fyrrverandi formaður síðustu 12 ára eða frá 2009 en hann kom inn í stjórn 2008 og hefur því setið í stjórn síðustu 13 árin.

Á síðunni segir einnig Höttur vill óska nýju fólki til lukku með ný hlutverk og eins þakka þeim sem létu af störfum fyrir þeirra vinnu síðustu árin.

Ennfremur segir að núna standi yfir aðalfundir allra deilda og því að komast mynd á hverjir muni sitja í aðalstjórn Hattar næsta árið.

Mynd: Hin nýja stjórn Hattar/Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar