María Rún valin íþróttamaður Þróttar

María Rún Karlsdóttir, blakkona, var um helgina útnefnd íþróttamaður Þróttar Neskaupstað fyrir árið 2017. Íþróttamenn úr hverri deild félagsins voru verðlaunaðir fyrir árið við sama tilefni.

María Rún skipti í sumar yfir í Aftureldingu en hún er uppalin í Þrótti og spilaði með liðinu á síðustu leiktíð.

Hún var þá stigahæsti leikmaðurinn í Mizuno-deild kvenna, var valin í lið ársins og tilnefnd sem besti leikmaðurinn.

Þá var María í íslenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari smáþjóða í sumar og tók þátt í undankeppni HM.

Í rökstuðningi stjórnar Þróttar segir að María Rún sé metnaðarfullur og vinnusamur íþróttamaður. Hún leggi sig fram í öllu sem hún taki sér fyrir hendur og ætli sér meira. Þá sé hún góð fyrirmynd innan vallar sem utan.

María Rún á ekki langt að sækja blakhæfileikana en móðir hennar, Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, á að baki áralangan farsælan feril með bæði Þrótti og íslenska landsliðinu.

Þá var Hlynur, yngri bróðir Maríu, útnefndur sundmaður Þróttar. Verðlaunin voru afhent þegar kveikt var á jólatrénu í miðbæ Neskaupstaðar.

Katrín Björg Pálsdóttir var útnefnd knattspyrnukona ársins hjá Þrótti, Andri Gunnar Axelsson fékk viðurkenningu frá skíðadeildinni og Jón Sen frá karaktedeildinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.