Múlaþing verðlaunar Hött með milljón króna styrk

Byggðaráðs Múlaþings samþykkti á fundi sínum í gær að verðlauna Hött rekstrarfélag með milljón króna styrk vegna þess hve vel gekk í knattspyrnunni í sumar. Styrkurinn er eyrnamerktur meistaraflokki Hattar/Hugins í karlaflokki og meistaraflokki Fjarðabyggð/Hetti/Leikni F. í kvennaflokki.


Árangur Hattar á knattspyrnusviðinu í sumar gat ekki orðið betri en liðið varð deildarmeistari í 3. deild karla og F/H/L var deildarmeistari í 2. deild kvenna ásamt því að vinna úrslitakeppni deildarinnar.


Fyrr í þessum mánuði verðlaunaði Fjarðabyggð árangur F/H/L með 250 þúsund króna styrk svo meistaraflokkur F/H/L.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar