Myndir: Riffilkeppni hjá SKAUST

skaust3_web.jpgSkotmót fór fram á skotsvæði SKAUST í Þuríðarstaðadal í blíðskaparveðri í gær. Keppt var í 3 flokkum á 100 og 200 metra færum.

 

Keppendur voru 11 í óbreyttum flokki veiðiriffla, 4 í flokki breyttra veiðiriffla og 5 í flokki Bench Rest riffla. Flestir keppendur voru heimamenn en þó komu tveir af Norðurlandinu til að taka þátt..

Skyttan.is gaf verðlaun í efstu sætin og HS Tókatækni bauð upp á grillaðar pylsur og gos í hádeginu til að létta keppendum lundina.

Nánari upplýsingar er að finna á vef skotfélagsins, www.skaust.net.

Úrslit í Hunter Class SKAUST 04.06.2011

Óbreyttir veiðirifflar 100 metrar:
1. sæti Guðmundur Bergsson 224 stig og 3x
2. sæti Baldur Reginn Jóhannsson 221 stig og 1x
3. sæti Þórður Ívarsson 218 stig og 1x

Óbreyttir veiðirifflar 200 metrar:
1. sæti Ingvar Ísfeld 208 stig
2. sæti Dagbjartur Jónsson 206 stig
3. sæti Þórður Ívarsson 157 stig

Breyttir veiðirifflar 100 metrar:
1. sæti Hjalti Stefánsson 234 stig og 3x
2. sæti Ingvar Ísfeld 222 stig og 2x
3. sæti Bjarni Haraldsson 216 stig og 1x

Sérsmíðaðir Bench Rest rifflar 100 metrar:
1. sæti Hjalti Stefánsson 246 stig og 7x
2. sæti Dagbjartur Jónsson 244 stig og 6x
3. sæti Baldur Reginn Jóhannsson 244 stig og 3x

Sérsmíðaðir Bench Rest rifflar 200 metrar:
1. sæti Hjalti Stefánsson 238 stig og 3x
2. sæti Dagbjartur Jónsson 232 stig og 2x
3. sæti Egill Steingrímsson 231 stig og 3x

Myndir: Hjalti Stefánsson

skaust1_web.jpgskaust2_web.jpgskot_2.jpgskot_3.jpgskot.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.