Nenad Zivanovic næsti þjálfari Hattar
Höttur tilkynnti í kvöld um ráðningu Nenads Zivanovic sem næsta þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Hann tekur við af Gunnlaugi Guðjónssyni sem lét af störfum eftir sumarið.
Nanad er fertugur Serbi sem síðustu þrjú ár hefur þjálfað í serbnesku annarri deildinni. Hann þekkir hins vegar vel til hérlendis.
Hann spilaði spilaði yfir 50 leiki með Breiðabliki í efstu deild 2006-8 og síðar með Þór og Fjallabyggð í fyrstu og annarri deild 2010, 2012 og 2013.
Í yfirlýsingu frá stjórn rekstrarfélags Hattar er lýst yfir ánægju með að félagi hafi tryggt sér krafta Nenads.
Höttur varð í sjöunda sæti annarrar deildar í sumar. Gunnlaugur Guðjónsson tilkynnti eftir tímabilið að hann væri hættur en hann hafði þjálfað liðið frá miðju tímabili 2014.