Níu keppendur UÍA í Bikarglímu Íslands heim með tólf verðlaun

Ungmennafélag Austurlands gerði góða ferð á Bikarglímu Íslands sem fram fór á Hvolsvelli um liðna helgi en þeir níu keppendur sem þar kepptu fyrir hönd UÍA komu heim aftur með tólf medalíur.

Sandra Dögg Kjartansdóttir náði þar þriðja sætinu í flokki ellefu ára stúlkna, Elín Eik Guðjónsdóttir gerði gott betur í flokki fimmtán ára stúlkna og sigraði þann flokk.

Hart var tekist á í strembnum flokki 13 ára stráka en þar átti UÍA tvo keppendur. Þórhallur Karl Ásmundsson endaði upp með silfur í öðru sætinu meðan Matthías Örn Kristinsson endaði fjórði eftir tvær úrslitaglímur.

Krístin Embla Guðjónsdóttir keppti í tveimur flokkum: +65 kg og opnum flokki kvenna og náði silfri í báðum þessum flokkum.

Þá sigraði Hákon Gunnarsson tvöfalt í bæði +80 kg flokki og opnum flokki karla. Hjörtur Elí Steindórsson var ekki langt undan Hákoni því hann náði öðru sætinu í opnum karlaflokki.

Þá krækti Snjólfur Björgvinsson sér í þriðja sætið í -80 kg unglingaflokknum og bætti um betur í -80 kg flokki karla þar sem hann tók silfurverðlaun. Ægir Már Halldórsson nældi sér einnig í tvær medalíur. Annars vegar með að verða þriðji í +80 kg unglingaflokknum og hins vegar fyrir annað sætið í -90 kg flokknum.

Mynd: Ungmennafélag Austurlands gerði góða ferð til Hvolsvallar um liðna helgi. Mynd Hjörtur Elí Steindórsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar