Nýr bandarískur bakvörður á leið til Hattar

Körfuknattleiksdeild Hattar tók sér ekki langan tíma að hafa uppi á nýjum bakverði í stað Bandaríkjamannsins Courvoisier McCauley sem látinn var fara í byrjun vikunnar. Annar bandarískur einstaklingur, Justin Roberts, mun koma í hans stað.

Von er á nýja bakverðinum austur á land í næstu viku og vonast Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, til þess að hann verði fái leikheimild og verði klár í tæka tíð fyrir næsta heimaleik félagsins þann 29. nóvember þegar liðið mætir KR.

Justin Roberts er 26 ára gamall og 1.82 á hæðina, kemur frá háskólanum Georgia State en hefur síðustu árin leikið með félögum bæði í Sviss og Makedóníu. Á síðasta tímabili gerði hann að meðaltali 26 stig per leik, tók 4 fráköst og aðstoðaði félaga sína með 6,3 stoðsendingum í leik.

Justin Roberts er frá Indiana í Bandaríkjunum en gekk í háskóla í Georgíu og stundaði þar körfuknattleik samhliða náminu. Mynd Georgia State

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar