Nýtt íþróttahús Reyðfirðinga vígt á sunnudag

Nýtt íþróttahús á Reyðarfirði verður vígt á sunnudag. Það verður þá tilbúið til íþróttaiðkunar þótt enn sé verið að ganga frá lausum endum.

Fyrsti opinberi viðburðurinn í húsinu var fyrir þremur vikum þegar þorrablót Reyðfirðinga var haldið þar. Í gær fór svo fram svokölluð öryggisúttekt á húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð er enn verið að ganga frá síðustu smáatriðunum, svo sem setja upp hurðapumpur og fleira slíkt.

Húsið verður opnað formlega með fjölskyldudegi frá klukkan 13-16. Þangað mæta gestir úr Latabæ, Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Björn Hákonarson ávarpar samkomuna og íþróttamanneskja Fjarðabyggðar fyrir síðastliðið ár verður verðlaunuð.

Mynd: Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.