Öruggur sigur Þróttar í fyrsta leik

Þróttur vann HK örugglega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki í Neskaupstað í gærkvöldi. Þróttur vann 3-0 og hafði yfirburði í öllum hrinum.

Fyrstu hrinuna vann Þróttur 25-13, aðra 25-16 og þá þriðju 25-11.

Paula del Olmo Gomez var stigahæst í liðið Þróttar með 16 stig en Heiða Elísabet Gunnarsdóttir skoraði þrettán.

Liðin mætast aftur í Kópavogi klukkan 13:00 á morgun og í Neskaupstað á mánudagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.