Þorbjörg Ólöf íþróttamaður UÍA

bobba_blak_uia_sportmadur.jpg
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti, er íþróttamaður UÍA árið 2012. Þetta var tilkynnt á þingi sambandsins sem haldið var í Neskaupstað í síðustu viku.
 
Þorbjörg Ólöf var kjölfestan í ungu Þróttarliði sem á árinu varð í öðru sæti í bæði Íslandsmóti og bikar þrátt fyrir að hafa misst nær allt byrjunarliðið í upphafi keppnistímabils. Hún var valin í íslenska landsúrtakið og frelsingi ársins í Mikasa-deild kvenna.

Auk þess að keppa í íþróttinni hefur Þorbjörg gegnt ýmsum störfum fyrir bæði Blaksambandið og blakdeild Þróttar. Til dæmis má nefna að hún var mótsstjóri á yngri flokka móti sem haldið var í Neskaupstað um helgina.

Við sama tækifæri fengu nokkrir einstaklingar heiðursmerki fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í þágu austfirskra íþrótta. Stefán Þorleifsson og Jóhann Tryggvason fengu gullmerki Ungmennafélags Íslands og Grímur Magnússon og Þóroddur Seljan gullmerki Íþrótta- og Ólympíusambandsins.
 
Árni Guðjónsson, Björgúlfur Halldórsson, Brynja Garðarsdóttir, Eysteinn Þór Kristinsson, Helga Skúladóttir, Jenný Jörgensen, Karl Rúnar Róbertsson og Vilberg Einarsson fengu starfsmerki UÍA. 
 
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.