Ríflega tuttugu keppendur í Fjórðungsglímunni - Myndir
Allt tóku 22 og keppendur þátt glímunni um Aðalsteinsbikarinn, Fjórðungsglímu Austurlands, sem haldin var á Reyðarfirði fyrir skemmstu.
Keppt var í tveimur flokkum karla og þremur kvenna. Flokk stelpna 10-12 ára vann Álfheiðir Ída Kjartansdóttir en Kjartan Mar Garski Ketilsson sama flokk stráka. Kristín Embla Guðjónsdóttir vann flokk meyja 13-15 ára, Eva Dögg Jóhannsdóttir kvenna flokk og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson karlaflokk.
Bikarinn sem glímt er um er gefinn í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímufrömuðar á Reyðarfirði.
Austurfrétt mætti á staðinn og fylgdist með keppni í 10-12 ára flokki.