Þrír bikarar austur á öldungamóti

Þrjú austfirsk lið unnu sínar deild á öldungameistaramótinu í blaki sem fram fór í Mosfellsbæ um helgina. Yfir tuttugu lið úr fjórðungnum fóru suður til að keppa.

 

blak_oldungamot_2010_0093_web.jpgKarlalið Þróttar vann í 1. deild karla, B lið Þróttar vann 5. deild kvenna og kvennalið Hrafnkels Freysgoða vann 9. deild.

blak_oldungamot_2010_0034_web.jpgÖldungamótið er eitt stærsta íþróttamót ársins á Íslandi með yfir 1000 þátttakendur yfir þrítugu. Héraðsbúar og Seyðfirðingar héldu mótið sameiginlega fyrir ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar