Úrslit af Páskaeggjamóti Blæs

blaer_paskaeggjamot.jpgHestamannafélagið Blær hélt Páskaeggjatöltmót um páskana í Dalahöllinni. Þátttaka var góð en keppt var í flokkum 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Keppni varð víða jöfn og spennandi og urðu úrslit þessi.

16 ára og yngri
1. Dagur Mar Sigurðsson og Eydís frá Neskaupstað
2. María Bóel Guðmundsdóttir og Fasi frá Nýjabæ
3. Þór Elí Sigtryggsson og Þokkadís frá Norðfirði

Eldri flokkur
A-úrslit
1. Steinar Gunnarsson og Kolvakur frá Syðri-Hofdölum 6,83
2. Ásvaldur Sigurðsson og Röst frá Efri-Skálateigi 2 6,0
3. Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Ljúfur frá Neðri-Skálateigi 5,66
4. Laufey Sigurðardóttir og Kola frá Úlfsstöðum 5,5

B-úrslit
1-2. Guðröður Hákonarson og Vífill frá Íbishóli 5,16
1-2. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Svala frá Syðstu-Grund 5,16
3. Dagný Ásta Rúnarsdóttir og Vonarstjarni frá Þorbrandsstöðum 4,83
4-5. Vilberg Einarsson og Glæsir frá Syðri-Hofdölum 4,66
4-5. Bjarni Aðalsteinsson og Stirnir frá Hofsstöðum 4,66
Elísabet Ýrr og Svala hlutu efsta sætið í B- úrslitum og fóru því í A- úrslitin.

Eftir spennandi keppni þar urðu lokaúrslit þessi:
1. Steinar Gunnarsson og Kolvakur frá Syðri-Hofdölum
2. Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Ljúfur frá Neðri-Skálateigi
3. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Svala frá Syðstu-Grund
4. Ásvaldur Sigurðsson og Röst frá Efri-Skálateigi 2
5. Laufey Sigurðardóttir og Kola frá Úlfsstöðum

Dómari mótsins var Gunnar Kjartansson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar