Þróttarstelpur á Smáþjóðaleikunum
Blakkonur úr Þrótti Neskaupstað mynda uppistöðuna í íslenska kvennalandsliðinu sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Liechtenstein. Frá Þrótti koma þær Helena Kristín Gunnarsdóttir, Miglena Apostolova og Zharina Filipova auk þjálfrans Apostol Apostolov. Þróttarar geta einnig slegið eign sinni á þær Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, Velinu Aposto og Steinunni Helgu Björgólfsdóttur sem leika með UiS í Noregi og HK í Kópavogi.Liðið hóf keppni á mánudag og leikur sinni síðasta leik í dag klukkan 14:00 gegn Kýpverjum. Íslenska liðið hefur tapað öllum sínum leikjum en það kýpverska unnið alla. Ljóst er því að við rammann reip verður að draga.