Íþróttir helgarinnar: Lokaumferðin í körfunni og bikarúrslit í blakinu

karfa_hottur_breidablik_28022013_0013_web.jpg
Stór helgi er framundan hjá austfirskum íþróttamönnum. Höttur tekur á móti Haukum í lokaumferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik og Þróttur Neskaupstað spilar í úrslitum bikarkeppninnar í blaki.
 
Höttur hefur verið á miklu flugi og unnið þrjá mikilvæga sigra í röð. Liðið hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan nú snýst um heimaleikjaréttinn. 

Höttur er í fjórða sæti fyrir lokaumferðina, tveimur stigum á eftir Hamri sem tekur á móti FSu. Haukar eru í efsta sæti og vonast eftir að taka á móti deildarmeistaratitlinum. Þeir eru með 28 stig, líkt og Valur sem heimsækir Augnablik.

Til stendur að senda leikinn út beint á Haukar TV. Hann hefst klukkan 18:30.

Bæði karla- og kvennalið Þróttar taka þátt í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki. Karlaliðið mætir Stjörnunni klukkan 12:00 á laugardag í undanúrslitum en kvennaliðið spilar gegn Aftureldingu klukkan 18:00.

Úrslitaleikirnir eru á sunnudag í beinni útsendingu á RÚV. Karlaleikurinn hefst klukkan 13:30 (útsending 13:50) og kvennaleikurinn í kjölfarið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar