Þróttur vann Þrótt en tapaði fyrir HK

Þróttur Neskaupstað sigraði nafna sinn úr Reykjavík í 1. deild kvenna í blaki á föstudagskvöld, 1-3 en töpuðu fyrir HK á laugardag 3-0.

 

ImageÍ fyrri leiknum vann Norðfjarðarliðið fyrstu tvær hrinurnar, 13-25 og 12-25 og þá fjórðu 17-25 á milli þess sem Reykjavíkur liðið vann eina hrinu 25-23. Miglena Apostolova og Helena Kristín Gunnarsdóttir voru stigahæstar með 18 og 16 stig.

Leikinn á laugardag vann HK fyrstu hrinuna 27-25 eftir að Þróttur hafði verið yfir 21-24. Aðra hrinuna vann HK 25-23 og þá þriðju loks 25-11 eftir að einn leikmanna Þróttar hafði meiðst.

HK og Þróttur mætast aftur eftir hálfan mánuð í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.