Samkaup styður ungmennastarf Hattar

sumarhatid_gg.jpg

Höttur og Samkaup undirrituðu nýverið samstarfssamning sem gerir það að verkum að Samkaup verður einn af aðalstyrktaraðilum barna- og unglingastarfs Hattar. 

 

Samningurinn er til þriggja ára. Davíð Þór Sigurðsson, formaður Hattar, segir hann renna sterkum stoðum undir fjárhagslegan stöðugleika Hattar. Yfir 500 börn og unglingar studna þar íþróttir í sex deildum.

Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaups, segir samninginn áframhaldandi viljayfirlýsingu fyrirtækisins um að styðja við nærsamfélagið. Félagið hefur styrkt Hött undanfarin þrjú ár og með samningnum er áframhaldandi samstarf tryggt næstu þrjú árin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.