Orkumálinn 2024

Dragan hættir með Fjarðabyggð eftir tímabilið

Dragan Stojanovic hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari karlaliðs Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar þegar samningur hans rennur út að lokinni yfirstandandi leiktíð. Hann mun þó stýra liðinu út leiktíðina, verði hún kláruð.


Dragan tók við liðinu sumarið 2017 en það féll árið áður úr fyrstu deild. Undir hans stjórn hefur það endað um miðja aðra deild öll árin.

Í tilkynningu stjórnar félagsins er honum þakkað fyrir vel unnin störf. „Það er óhætt að segja að mikil ánægja með störf Dragans frá því hann kom til okkar 2017, samstarf stjórnar og þjálfara með miklum sóma öll árin.

Metnaður hans í starfi er mikill og munu okkar ungu leikmenn njóta góðs af því í framtíðinni og erum honum þakklátir fyrir það. Dragan er heimamaður og hjarta hans, og fjölskyldu hefur brunnið fyrir klúbbinn í öll þau ár sem hann hefur verið hjá okkur.“

Þær upplýsingar fengust hjá félaginu í morgun að ákveðnar þreifingar hefðu átt sér stað varðandi arftaka en ekki væri hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.