Sex grunnskólameistarar frá UÍA

Sex keppendur frá UÍA unnu sína flokka á Grunnskólamóti Glímusambands Íslands sem fór fram í Ármannsheimilinu Skell í Reykjavík um liðna helgi.

Nítján keppendur tóku þátt fyrir hönd UÍA og stóðu þeir sig með stakri prýði, en sex þeirra urðu grunnskólameistarar í sínum flokki.

Það eru þau Ásdís Iða Hinriksdóttir, Hákon Gunnarsson, Þór Sigurjónsson, Birkir Ingi Óskarsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir og Nikólina Bóel Ólafsdóttir. Heildarúrslit mótsins má sjá hér.

Ljósmynd: Þuríður Haraldsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar