Sex frá Hetti í landsliðsúrvali í fimleikum

Sex iðkendur frá Hetti voru í síðasta mánuði kallaðir til æfinga með íslensku landsliðunum í hópfimleikum. Æfingarnar eru liður í undirbúningi Íslands fyrir þátttöku í Evrópumótinu í hópfimleikum á næsta ári.

Til stendur að senda tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og annað hvort karlalið eða blandað lið. Búið er að velja hópa til æfinga í aðdraganda mótsins. Fyrstu æfingarnar voru um miðjan maí með Oliver Bay, einum af þjálfurum danska landsliðsins. Hann er sérhæfður styrktarþjálfari en á æfingunum var áhersla á stökk á dýnu.

Þrír iðkendur frá Hetti komust í úrvalshóp 2 í landsliði fullorðinna, þau Andrés Ívar Hlynsson, Lísbet Eva Halldórsdóttir og Katrín Anna Halldórsdóttir.

Þá voru þrír iðkendur valdir í úrvalshóp drengja: Ásgeir Máni Ragnarsson, Bjartur Blær Hjaltason og Þorvaldur Jón Andrésson.

Búið er að skipuleggja frekari æfingar í ágúst og nóvember.

Drengirnir þrír kepptu á EM í fyrra með blönduðu liði. Mynd: Fimleikasambands Íslands/Ingvar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.