Sigraði öll mót í sinni grein hérlendis á árinu

„Þið eruð þetta félag og gerið það að því sem það er, en án ykkar væri það ekkert,“ sagði Aðalheiður Vilbergsdóttir, formaður íþróttafélagsins Vals á Reyðarfirði, en 80 ára afmæli þess var fagnað þann 27. desember síðastliðinn. Við sama tilefni var íþróttamaður félagsins árið 2016 útnefndur.



Blásið var til veislu í grunnskólanum að loknu hinu árlega Fjórðungsmóti Austurlands í glímu þar sem keppt var um Aðalsteinsbikarinn. Gestir gæddu sér á veitingum í boði Egersund Island, Byko, Landsbankinn, Launafl, LBE tannréttingar, Raust almannatengsl, Sesam brauðhús, Lindin fasteignir, Hárstofa Sigríðar, Íslandsbanki.

Í ræðu sinni sagði Aðalheiður Vilbergsdóttir, formaður Vals, að ungmennafélagið hafi ekki einungis séð um að styðja við íþróttir barna og unglinga gegnum tíðinia, heldur einnig tekið þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum til hagsbóta fyrir Reyðfirðinga alla, svo sem uppbyggingu Grænafellsssvæðisins, stofnun Skógræktarfélags Reyðarfjarðar, byggingu sundlaugarinnar sem og byggingu félagsheimilisins Félagslundar.“


Vilji fyrirkynna „Tchoukball“ á fleiri stöðum

Aðalheiður segir að það sem uppúr standi þegar litið er um öxl sé hve krefjandi en skemmtilegt sé að taka þátt í starfi innan félagsins. „Eins og í flest öllum félagasamtökum, er maður í samskiptum við svo mikið af fólki sem vill gera vel fyrir samfélagið og fólkið í kringum sig og gerir það með bros á vör. Horfa með stolti á sína iðkendur vaxa og dafna með hverju árinu í sinni íþrótt og ná stórum afrekum jafnvel.“

Aðalheiður segir að framundan sé enn frekari uppbygging og þróun félagsins sem taki mið af ört stækkandi og fjölbreytilegu samfélagi.

„Krakkarnir hafa fengið að kynnast íþróttinni „Tchoukball“ í vetur, en heiðurinn af þeirri hugmynd á Anna Maria Skrodzka, íþróttakennari við Grunnskólann á Reyðarfirði. Krakkarnir okkar eru farnir að þekkja íþróttina nokkuð vel og nú langar okkur að fara að breiða hana út. Við stefnum hins vegar á kynningu fyrir fjórðunginn þegar líður á vorönnina og spennandi verkefni að sjá hvernig gengur að breiða út nýja íþrótt.“


Ásmundur Hálfdán íþróttamaður ársins 2016

Í upphafi afmælisins greindi Aðalheiður frá því að glímukappinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson hefði verið valinn íþróttamaður ársins innan félagsins.

„Íþróttamaður umf Vals 2016 er fyrirmyndar íþróttamaður jafnt innan vallar sem utan, metnaðarfullur og viljasterkur, en jafnframt alger öðlingur, hvers manns hugljúfi, kurteis og heiðarlegur. Hann hefur verið í fremstu röð í sinni íþróttagrein síðustu ár og árið 2016 hefur hann verið ósigrandi bæði hérlendis sem erlendis. Hann tók þátt í öllum mótum í sinni íþróttagrein á Íslandi árið 2016 og sigraði þau öll.

Hann varð bæði enskur og skoskur meistari í backhold, en fast var að honum sótt þetta árið í Skotlandi þar sem hann sigraði 2015 og það ætluðu heimamenn ekki að láta koma fyrir aftur. Stærsta afrekið er þó án vafa Grettisbeltið sem hann vann fyrstur fyrir hönd ÚÍA.“

Aðalheiður Vilbergsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.