Sjókajakmót á Norðfirði um hvítasunnuhelgina

kajakklubburinn_kaj_egill_raudi.jpg

Kajakklúbburinn Kaj stendur fyrir sínu árlega sjókajakmóti sem kennt er við Egil Rauða um hvítasunnuhelgina. Í boði á mótinum, sem er bæði fyrir byrjendur sem lengra komna, verða ýmis kajaknámskeið, æfingar í sjó og sundlaug, róðrarferðir, fyrirlestrar, sprettróður, veltukeppni og reipafimi. 

 

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

9.6 Fimmtudagur
Félagsaðstaða og bátageymslur í fjörunni neðan Norðfjarðarkirkju verður opin þeim sem mæta snemma á svæðið.

10.6 Föstudagur
15-18 Nýliðadagur – Opið hús, tekið á móti nýliðum, kynning farið yfir dagskrá helgarinnar. Farið á kajak, bátar og búnaður á staðnum..
19-00 Grill og fyrirlestur
Grillað í fjörunni við félagsaðstöðu KAJ. Eftir grill verður myndasýning frá ferðum félagsmanna

11.6 Laugardagur
8-9:30 Morgunverður og skipulag helgarinnar í Kirkjufjöru
9-12 Sundlaug - "veltur og æfingar" í Norðfjarðarlaug.
9-12 "veltur og björgunaræfingar"
13-14 Fyrirlestur – "Ofkæling" Leiðbeinandi Óskar og Helga
15 Sprettróður Veltukeppni Liðakeppni, 2bátar, 2menn
Hér er á ferðinni viðburður sem gaman er að fylgjast með.
Sprettróðrarkeppnin veitir stig til Íslandsmeistaratitils. Keppt er í kvenna, karlaflokki og unglingaflokki. Krýndur verður veltumeistari Egils Rauða og reipafimimeistari.
19 Grillað í fjörunni
21 Kvöldvaka, verðlaunaafhending og fyrirlestur

12.6 Sunnudagur
8-9:30 Morgunverður félagsaðstöðu KAJ og farið yfir skipulag dagsins
9-12 Sundlaug - "veltur og æfingar" í Norðfjarðarlaug
9-12 Áratök
13:30 Róðraferð Nípa – Horn – Sandvík – Vöðlavík - Vattarnes
Skipt niður í hópa eftir mætingu og getu undir ábyrgð félaga í Kaj. Ferð ræðst eftir veðri og þátttöku.
Styttri ferð – Lengri ferð með gistingu
Tvær ferðar í boði, styttri og lengri ferð. Stefnt er á að styttri ferðin sé út í Nípu, en lengri leiðin er stefnt á næturgistingu í Sandvík. ATH að lengri ferðin er fyrir lengra komna.

13.6 Mánudagur
8:00 ræs í Sandvík
Róið fyrir Gerpi, austasta odda Íslands
Vöðlavík – Landsendi
Áætluð lending Vattarnes Reyðarfirði
Félagsaðstaða á Norðfirði stendur opin fyrir ræðara sem kjósa að nýta sér hana.

Mótssvæðið er í Kirkjufjöru Norðfirði og þar hefjast allir viðburðir.
Upplýsingar og skráning: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.www.123.is/kaj, einnig umræður á korkinum hjá www.kayakklubburinn.is
Leiðbeinendur mótsins verða félagsmenn KAJ.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar