Á sjöunda hundrað hljóp í kvennahlaupinu

kvennahlaup_egs12_1.jpg
Á sjöunda hundrað kvenna tók þátt í Sjóvá kvennahlaupi ÍSÍ á Austurlandi á laugardag. Flestar voru á Egilsstöðum og í Neskaupstað.
 
Um 150 konur hlupu á hvorum stað fyrir sig. Á Seyðisfirði voru 33 konur, 26 á Djúpavogi og 24 á Stöðvarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ÍSÍ má áætla að alls um 640 konur hafi tekið þátt í hlaupinu á sambandssvæði UÍA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar