Spánverjar til liðs við Einherja og Leiknir F.

Liðin á Austurlandi hafa fengið til sín nokkuð af erlendum leikmönnum í félagsskiptaglugganum sem opnaði í upphafi mánaðarins. Einherji og Leiknir F. hafa nú fengið til liðs við sig nýja Spánverja.


Leikmaðurinn sem Einherji fær til sín heitir Cristofer Minano og er 28 ára gamall vinstri bakvörður og gera má ráð fyrir honum í leikmannahóp Einherja um helgina þegar liðið fer í Garðabæ og leikur gegn KFG.


Leiknir F. fær til sín miðjumanninn Javi García en hann lék síðast með liði Vélez CF í heimalandi sínu en liðið er í fimmtu efstu deild Spánar. Javi García mun sennilega spila sinn fyrsta leik um helgina þegar Leiknir fer í Hafnarfjörð og leikur gegn Haukum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.