Spennandi grunnskólamót í skák: Myndir

img_7152.jpgTæplega 100 skákmenn mætti til keppni á skákmóti grunnskóla á Fljótsdalshéraði í skák sem fram fór á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Mótinu var fylgt eftir með skákkennslu í seinustu viku og sjálft Íslandsmótið er framundan.

 

Til keppni í Grunnskólamótinu mættu 94 keppendur, 39 frá Egilsstaðaskóla, 23 frá Fellaskóla, 21 frá Hallormsstaðarskóla og 11 frá Brúarásskóla.

Í seinustu viku ferðuðust Stefán Bergsson og Þröstur Þórhallsson, kennarar frá Skákskóla Íslands, um Austurland og kynntu skákina í grunnskólum á svæðinu.

Á föstudags hefst Íslandsmótið í skák í landsliðsflokki en það fer fram á Hótel Eiðum og stendur í átta daga. Þangað mæta flestir af sterkustu skákmönnum landsins.

Úrslit á skákmóti grunnskóla á Fljótsdalshéraði

Stúlkur í 1.-4. bekk
1.     Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir    4.b    Egilsstaðaskóla        3 vinningar
2.    Guðrún Lára Einarsdóttir        3.b    Fellaskóla        2 vinningar
3.    Anna Birna Jakobsdóttir        4.b    Hallormsstaðarskóla    1 vinningur

Drengir í 1.-4. bekk
1.    Vignir Freyr Magnússon            4.b    Egilsstaðaskóla        4 vinningar   15,5 stig
2.    Guðþór Hrafn Smárason        4.b    Fellaskóla        4 vinningar   14 stig
3.    Hólmar Logi Ragnarsson        4.b    Brúarásskóla        3,5 vinningar

Stúlkur í 5.-7. bekk
1.    Ársól Eva Birgisdóttir            7.b    Fellaskóla        4 vinningar    13,5 stig
2.    Embla Von Sigurðardóttir        7.b    Egilsstaðaskóla        4 vinningar    11 stig
3.    Sigurlaug Eir Þórsdóttir            5.b    Egilsstaðaskóla        3 vinningar

Drengir í 5.-7. bekk
1.    Elías Jökull Elíasson            7.b    Fellaskóla        4 vinningar     16 stig
2.    Atli Geir Sverrisson            7.b    Egilsstaðaskóla        4 vinningar     14 stig
3.    Svavar Páll Kristjánsson            7.b    Fellaskóla        3,5 vinningar

Stúlkur í 8.-10. bekk
1.    Emma Líf Jónsdóttir            10.b    Hallormsstaðarskóla    5 vinningar
2.    Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir         8.b    Egilsstaðaskóla        4 vinningar    13,5 stig
3.    Hjördís Sveinsdóttir            8.b    Hallormsstaðarskóla    4 vinningar    12 stig

Drengir í 8.-10. bekk
1.    Ásmundur Hrafn Magnússon        10.b    Egilsstaðaskóla        5 vinningar
2.    Mikael Máni Freysson            8.b    Hallormsstaðarskóla    4 vinningar     18 stig
3.    Ágúst Jóhann Ágústsson        8.b    Hallormsstaðarskóla    4 vinningar     17 stig

Bólholt gaf verðlaun og fengu allir hér að ofan verðlaunapeninga. Ásmundur Hrafn varð Grunnskólameistari Fljótsdalshéraðs 2011 og fékk að launum eignarbikar en einnig farandbikar.

Myndir: Unnar Erlingsson og Sverrir Gestsson

img_7140.jpgimg_7144.jpgimg_7145.jpgimg_7146.jpgimg_7150.jpgimg_7151.jpgimg_7153.jpgimg_7158.jpgimg_7160.jpgimg_7161.jpgimg_7163.jpgskak_002_web.jpgskak_012_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.