Spennandi grunnskólamót í skák: Myndir

img_7152.jpgTæplega 100 skákmenn mætti til keppni á skákmóti grunnskóla á Fljótsdalshéraði í skák sem fram fór á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Mótinu var fylgt eftir með skákkennslu í seinustu viku og sjálft Íslandsmótið er framundan.

 

Til keppni í Grunnskólamótinu mættu 94 keppendur, 39 frá Egilsstaðaskóla, 23 frá Fellaskóla, 21 frá Hallormsstaðarskóla og 11 frá Brúarásskóla.

Í seinustu viku ferðuðust Stefán Bergsson og Þröstur Þórhallsson, kennarar frá Skákskóla Íslands, um Austurland og kynntu skákina í grunnskólum á svæðinu.

Á föstudags hefst Íslandsmótið í skák í landsliðsflokki en það fer fram á Hótel Eiðum og stendur í átta daga. Þangað mæta flestir af sterkustu skákmönnum landsins.

Úrslit á skákmóti grunnskóla á Fljótsdalshéraði

Stúlkur í 1.-4. bekk
1.     Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir    4.b    Egilsstaðaskóla        3 vinningar
2.    Guðrún Lára Einarsdóttir        3.b    Fellaskóla        2 vinningar
3.    Anna Birna Jakobsdóttir        4.b    Hallormsstaðarskóla    1 vinningur

Drengir í 1.-4. bekk
1.    Vignir Freyr Magnússon            4.b    Egilsstaðaskóla        4 vinningar   15,5 stig
2.    Guðþór Hrafn Smárason        4.b    Fellaskóla        4 vinningar   14 stig
3.    Hólmar Logi Ragnarsson        4.b    Brúarásskóla        3,5 vinningar

Stúlkur í 5.-7. bekk
1.    Ársól Eva Birgisdóttir            7.b    Fellaskóla        4 vinningar    13,5 stig
2.    Embla Von Sigurðardóttir        7.b    Egilsstaðaskóla        4 vinningar    11 stig
3.    Sigurlaug Eir Þórsdóttir            5.b    Egilsstaðaskóla        3 vinningar

Drengir í 5.-7. bekk
1.    Elías Jökull Elíasson            7.b    Fellaskóla        4 vinningar     16 stig
2.    Atli Geir Sverrisson            7.b    Egilsstaðaskóla        4 vinningar     14 stig
3.    Svavar Páll Kristjánsson            7.b    Fellaskóla        3,5 vinningar

Stúlkur í 8.-10. bekk
1.    Emma Líf Jónsdóttir            10.b    Hallormsstaðarskóla    5 vinningar
2.    Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir         8.b    Egilsstaðaskóla        4 vinningar    13,5 stig
3.    Hjördís Sveinsdóttir            8.b    Hallormsstaðarskóla    4 vinningar    12 stig

Drengir í 8.-10. bekk
1.    Ásmundur Hrafn Magnússon        10.b    Egilsstaðaskóla        5 vinningar
2.    Mikael Máni Freysson            8.b    Hallormsstaðarskóla    4 vinningar     18 stig
3.    Ágúst Jóhann Ágústsson        8.b    Hallormsstaðarskóla    4 vinningar     17 stig

Bólholt gaf verðlaun og fengu allir hér að ofan verðlaunapeninga. Ásmundur Hrafn varð Grunnskólameistari Fljótsdalshéraðs 2011 og fékk að launum eignarbikar en einnig farandbikar.

Myndir: Unnar Erlingsson og Sverrir Gestsson

img_7140.jpgimg_7144.jpgimg_7145.jpgimg_7146.jpgimg_7150.jpgimg_7151.jpgimg_7153.jpgimg_7158.jpgimg_7160.jpgimg_7161.jpgimg_7163.jpgskak_002_web.jpgskak_012_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar