Spilað til heiðurs Kristjáni í kvöld

Briddsspilarar á Austurlandi ætla að spila lengur en venjulega í kvöld í minningu Kristjáns Kristjánssonar, sem löngum var áhrifamaður í briddslífi Austurlands.

Austfirskir briddsspilarar hittast vikulega í sal eldri borgara að Melgerði á Reyðarfirði á þriðjudagskvöldum klukkan 19:30.

Í kvöld verður hins vegar byrjað að spila klukkan 18:00. Það er til að heiðra minningu Kristjáns Kristjánssonar, fyrrum forseta Bridgesambands Íslands sem lengi var framarlega í bridgehreyfingunni á Austurlandi en hann hefði orðið áttræður í dag.

„Við komum saman spilarar allt frá Borgarfirði suður á Stöðvarfjörð og það eru allir velkomnir,“ segir Sigurður Hólm Freysson, formaður Bridgefélags Fjarðabyggðar.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar