Stefnir í hreinan úrslitaleik í blakinu
Þróttur Neskaupstað og HK mætast væntanlega í hreinum úrslitaleik í næstu viku um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki.

Þróttur hefur fullt hús stiga, 10 stig, en HK sex stig og á leik til góða gegn KA og getur minnkað muninn í tvö stig. HK og Þróttur mætast því væntanlega í hreinum úrslitaleik í Digranesi laugardaginn 10. apríl klukkan 14:00.