Stökk inn í landsliðshóp

Mikael Máni Freysson, Ungmennafélaginu Þristi, komst í gær í landshóp Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamóti 20 ára og yngri í næsta mánuði. Sæti hans í liðinu er þó ekki gulltryggt.


Mikael Máni stökk 13,39 metra í þrístökk en þurfti að stökkva yfir 12,90. Aðrir geta þó enn bætt árangur hans og náð sætinu.

Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið til keppni á mótinu í UMEÅ í Svíþjóð um miðjan ágúst. Tveir geta keppt í hverri grein og skiptir árangur tímabilsins fram til 1. ágúst máli. Máni hefur átt í harðri samkeppni við Guðmund Smára Daníelsson, UMSE, um sæti í liðinu.

Máni er bjartsýnn á að komast á mótið eftir góða stökkseríu í gær. „Samkeppnin um sæti í liðinu er hörð en ég vonast eftir að fá að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu. Það væri mikill heiður,“ segir Máni sem ekki hefur áður keppt á Norðurlandamóti.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.