Styrktarleikur fyrir fjölskyldu Birnu Bjarkar
Allur ágóði af leik Hattar gegn ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld mun renna til fjölskyldu konu á Egilsstöðum sem lést nýverið eftir baráttu við krabbamein. Sérstakir búningar heimaliðsins verða einnig boðnir upp.Hattarliðið mun í kvöld leika í bleikum búningum sem boðnir verða upp þar til seinni hálfleikur hefst. Hægt er að bjóða í ákveðið treyjunúmer en það þarf þá að taka fram í póstinum.
Lægsta boð er 30.000 krónur. Berist hærra boð í sama númer er viðkomandi látinn vita.
Ársmiðar gilda á leikinn en biðlað er til áhorfenda að greiða aðgangseyri. Þeir sem ekki komast geta lagt inn á reikning deildarinnar: 0305-26-000976 og kennitölu: 451191-1879 með skýringunni styrkur.
Númerin sem í boði verða eru: 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 19, 77
Allur ágóði af leiknum rennur til fjölskyldu Birnu Bjarkar Reynisdóttur, kennara við Egilsstaðaskóla, sem lést nýverið eftir baráttu við krabbamein.
Leikurinn er í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum og hefst klukkan 19:15. Hann er einnig sýndur á Höttur TV.