Sumarhátíð UÍA 35 ára

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Fljótsdalshéraði dagana 9. - 11. júlí. Sumarhátíðin fór fyrst fram árið 1975 og er því 35 ára í ár.

sumarhatid_gg.jpgAð auki verða Samkaupsmótið í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli, Eskjumótið í sundi í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum og norðan Lagarfljóts verður keppt í knattspyrnu og golfi.

Þá verður bændaglíma í boði Launafls í umsjá Glímudeildar Vals í grillpartýi hátíðarnnar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 17:00 á laugardag. Keppt verður í boccia og í fyrsta skipti í strandblaki á sunnudag.

Sumarhátíðin er eitt stærsta verkefni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands ár hvert með hundruðum keppenda. Þá eru ótaldir sjálfboðaliðar og ýmsir aðstandendursem fylgja keppendum.

 

Nánari upplýsingar um sumarhátíðina eru hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.