Sverrir og Sigríður fljótust í Urriðavatnssundi

Sverrir Jónsson og Sigríður Lára Guðmundsdóttir komu fyrst í mark í Urriðavatnssundinu sem synt var síðasta sunnudag. Sverrir synti 2,5 km sundið á tímanum 36:54,63 mín., og var þremur mínútum á undan næsta manni. Sigríður Lára varð fyrst í kvennaflokki á tímanum 42:27,97 mín.

Kjöraðstæður voru til sundsins, skýjað, hlýtt og lítill vindur sem þýddi að nær engar öldur voru í vatninu, en þær gera sundfólki erfitt fyrir.

Metþátttaka var að þessu sinni en 233 keppendur fóru út í vatnið í 2,5 km sundið. Af þeim luku 225 sundinu. Elsti þátttakandinn var 75 ára.

Auk 2,5 km sundsins var um helgina þreytt í fyrsta sinn 500 metra ungmenna- og skemmtisund sem tólf manns voru skráðir í. Þá var nóg að gera við Urriðavatn á laugardaginn þar sem Vök baths opnaði fyrir almenning á sama tíma og sundið fór fram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar