„Svona mót ganga aldrei án sjálfboðaliða“

„Sjálfboðaliðarnir taka þátt í allskonar skemmtilegum verkefnum,“ segir Margrét Sigríður Árnadóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ, sem óskar nú eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við mótið sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina, en það var síðast haldið á Egilsstöðum árið 2011.

Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst, að golfkeppninni undanskilinni, sem fer fram fimmtudaginn 3. ágúst.

Mótið er opið öllum á aldrinum 11-18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

„Framlag sjálfboðaliða er ómetanlegur þáttur á Unglingalandsmóti UMFÍ og ungmennahreyfingin hefur í áraraðir verið drifin áfram af öflugu hugsjónarstarfi sjálboðaliðans.

Á slíku móti eru mörg sjálboðaliðastörf sem þarf að fylla og nú þegar eru margir klárir í slaginn. Við þurfum mesta hjálp með frjálsu íþróttirnar, þar sem margt sem þarf að huga að, mæla stökkin, hlaupin og þessháttar.

Sandra María Ásgeirsdóttir er sjálfboðaliðastjórinn okkar, en hún hefur einmitt búið til flott skjal þar sem fólk getur skráð sig og valið þá grein sem það vill helst koma að. Ég vil því hvetja alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt að skrá sig hér. Framlag sjálfboðaliða styrkir aðildafélögin sem standa að mótin en félögin fá greitt í samræmi við vinnustundir þeirra,“ segir Margrét.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.