Systkin með þrjá bikara af sex
Fjórðungsmót Austurlands í glímu var haldið á Reyðarfirði í gær þar sem keppt var um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.
Alls háðu 25 iðkendur harða og fjöruga keppni en eftirtaldir stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu Aðalsteinsbikarnum árið 2016
Stelpur 10-12 ára – Kristey Bríet Baldursdóttir
Strákar 10- 12 ára – Þórður Páll Ólafsson
Meyjar 13-15 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir
Piltar 13-15 ára – Kjartan Mar Garski Ketilsson
Konur – Bylgja Rún Ólafsdóttir
Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson
Skemmtileg staðreynd er að þrír handhafar Aðalsteinsbikarsins eru systkin, þau Þórður Páll, Nikolína Bóel og Bylgja Rún.
Í kvennaflokki voru úrslitin á þessa leið;
1. sæti Bylgja Rún Ólafsdóttir
2. sæti Kristín Embla Guðjónsdóttir
3. sæti Nikólína Bóel Ólafsdóttir
4. sæti Fanney Ösp Guðjónsdóttir
Í karlaflokki voru úrslitin á þessa leið;
1. sæti Ásmundur Hálfdán Ásmundsson
2. sæti Hjörtur Elí Steindórsson
Í meyjaflokki voru úrslitin á þessa leið;
1. sæti Nikólína Bóel Ólafsdóttir
2. sæti Fanney Ösp Guðjónsdóttir
Í piltaflokki voru úrslitin á þessa leið
1. sæti Kjartan Mar Garski Ketilsson
2. sæti Alexander Beck
3. sæti Jónas Þórir Þrastarson
4. sæti Helgi Sigurður Jónasson
Í stelpuflokki voru úrslitin á þessa leið;
1. sæti Kristey Bríet Baldursdóttir
2. sæti Rakel Emma Beck
3. sæti Ásdís Iða Hinriksdóttir
4. sæti Thelma Rut Þorsteinsdóttir
5. sæti Kristín Mjöll Guðlaugardóttir
Í strákaflokki voru úrslitin á þessa leið;
1. sæti Þórður Páll Ólafsson
2. sæti Þór Sigurjónsson
3. sæti Birkir Ingi Óskarsson
4. sæti Ísak Máni Svansson
Glíman var aðeins fyrir drengi
Þóroddur Helgason, glímufrömuður á Reyðarfirði, segir hópinn núna sterkan og skemmtilegan.
„Þau voru 25 sem kepptu í gær, en líklega vantaði tíu í hópinn. Þetta mót er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar, en hann kom með glímu til Reyðarfjarðar í kringum 1958,“
Sjálfur var Þóroddur aðeins átta ára þegar hann fór að æfa glímu.
„Þá voru æfingar hjá Alla tvisvar í viku í Félagslundi. Fyrst voru krakkarnir en fullorðinsflokkur strax á eftir. Við máttum horfa á hana ef við vorum til friðs, sem gekk oft eftir, en stundum lentum við í áflogum og vitleysisgangi og þurfum að yfirgefa salinn.“
Þóroddur segir frá því að í upphafi hafi glíman aðeins verið fyrir drengi.
„Hér var ein ágæt stúlku sem tók þetta þó ekki í mál og mætti á stöku æfingar þrátt fyrir það. Það var ekki fyrr en í kringum 1980 sem stúlkur fengu að æfa glímu á landsvísu og Valur tók það upp hjá sér fljótlega eftir það og höfum við átt margar öflugar stúlkur síðan.“