Tæplega fimmtíu iðkendur tóku þátt í Hennýjarmótinu

„Mótið er alltaf haldið í mars, nálægt afmælisdegi Hennýjar, en hún æfði sund með Austra og var sterkur sundmaður, sérstaklega góð í sprettum með keppnisskapið á réttum stað,“ segir Páll Birgir Jónsson, stjórnarmaður í Austra, en Hennýjarmótið fór fram í sundlaug Eskifjarðar um liðna helgi.



Hennýjarmótið hefur verið haldið árlega síðan 2012 í minningu Þorbjargar Hennýjar Eiríksdóttur sem lést í bílslysi á Fagradal þann 12. október 2011. Henný eins og hún var fædd þann 3. mars 1994 og bjó á Eskifirði alla sína tíð.

Í ár tóku 47 sundiðkendur á aldrinum 6-17 þátt í mótinu. Allir tíu ára og yngri fengu þátttökuverðlaun og ellefu ára og eldri verðlaunapening fyrir efstu þrjú sætin.

Auk þess voru bikarverðlaun veitt fyrir stigahæsta liðið á mótinu og einnig það sem hafnaði í öðru sæti. Það var Sunddeild Austra sem sigraði og Neisti frá Djúpavogi var í öðru sæti.

„Ekki er hægt að halda svona mót án hjálpar og stuðnings frá sjálfboðaliðum og foreldrum, ásamt öðrum komu til aðstoðar og tóku að sér störf tímatöku, ræsis, kynni, dómara og tölvuvinnu. Okkur í Sunddeild Austra langar til þess að þakka þeim öllum, sem og styrktaraðilum mótsins sem í ár voru Landsbankinn, Eskja, Egersund, Brammer og Fjarðabyggð.“

 

Hennýjarmótið 2017 2

Ljósmyndir: Páll Birgir Jónsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar