Tæplega sextíu börn og unglingar á Austurlandsmótinu í skíðaíþróttum

Ágætur árangur náðist á Austurlandsmóti barna og unglinga í skíðaíþróttum sem fram fór í Stafdal en hátt í 60 keppendur tóku þar þátt.

Mótið hófst laugardaginn 2. apríl þegar fjörið hófst hjá öllum 9 ára og yngri en þau sem voru 10 ára og eldri áttu að etja kappi á sunnudeginum samkvæmt upphaflegri áætlun. Þótti það óráðlegt þegar til kom vegna mikillar bleytu og mótið því fært til mánudagsins. Þá reyndust aðstæður snöggtum betri og náðist að ljúka keppninni þann dag. Keppt var bæði í svigi og stórsvigi og urðu úrslit sem hér segir:

Stórsvig stúlkur 10-11 ára

  1. Ásdís Erla Björgvinsdóttir
  2. Hrafnhildur Hlín Jónsdóttir
  3. Amelía Dröfn Sigurðardóttir

Stórsvig drengir 10-12 ára

  1. Heiðmar Óli Pálmason
  2. Huginn Breki Sigurjónsson

Stórsvig stúlkur 12-13 ára

  1. Hrefna Lára Zoëga
  2. Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir
  3. Sóley Dagbjartsdóttir

Stórsvig drengir 12-13 ára

  1. Sveinn Jónsson
  2. Hilmar Bjólfur Sigurjónsson
  3. Ágúst Bragi Daðason

Stórsvig stúlkur 14-15 ára

  1. Droplaug Dagbjartsdóttir
  2. Sigríður Fanney Jónsdóttir
  3. Jóhanna Dagrún Daðadóttir

Stórsvig stúlkur 7 ára og yngri

  1. Heiður Hjaltey Ragnarsdóttir
  2. Hafdís María Ragnarsdóttir
  3. Íris Elma Gunnarsdóttir

Stórsvig strákar 7 ára og yngri

  1. Elvar Geir Borgþórsson
  2. Bjartmar Kári Daðason
  3. Almar Gísli Hjartarson

Stórsvig stúlkur 8-9 ára

  1. Annabella Ingvarsdóttir
  2. Þórunn Una Óladóttir
  3. Inga Apinya

Stórsvig drengir 8-9 ára

  1. Garðar Páll Pálsson
  2. Eðvald Pétur Birkisson
  3. Felix Hrafn Benediktsson

Svig stúlkur 10-11 ára

  1. Ásdís Erla Björgvinsdóttir
  2. Hrafnhildur Hlín Jónsdóttir
  3. Amelía Dröfn Sigurðardóttir

Svig drengir 10-11 ára

  1. Heiðmar Óli Pálmason
  2. Huginn Breki Sigurjónsson

Svig stúlkur 12-13 ára

  1. Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir
  2. Hrefna Lára Zoëga
  3. Rakel Lilja Sigurðardóttir

Svig drengir 12-13 ára

  1. Sveinn Jónsson
  2. Ágúst Daði Bragason

Svig stúlkur 14-15 ára

  1. Rut Stefánsdóttir
  2. Droplaug Dagbjartsdóttir
  3. Sigríður Fanney Jónsdóttir

Svig drengir 14-15 ára

  1. Eyvindur H. Warén
  2. Sævar Emil Ragnarsson

Svig konur 16 ára og eldri

  1. Hjálmdís Zoëga
  2. Svava Ingibjörg Sveinbjarnardóttir

Svig karlar 16 ára og eldri

  1. Hafþór Valur Guðjónsson
  2. Trausti Dagbjartsson

Mynd: Frá móti 9 ára og yngri í Stafdal á laugardaginn var. Þó veðrið hefði ekki verið með besta móti þann dag létu börnin það ekkert á sig fá. Mynd SKÍS

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar