Telma og Áslaug Munda í kvennalandsliðinu

Tveir leikmenn, aldir upp á Austurlandi, eru í fyrsta landsliðshópi nýs þjálfara A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Sá er einnig ættaður af Austurlandi.

Telma er valin í landsliðið í fyrsta skipti. Hún er fædd árið 1999 og uppalin á Norðfirði og spilaði tvö tímabil með Fjarðabyggð, 2014. Fyrra tímabilið var hún útileikmaður en seinna sumarið var hún komin í markið þar sem hún spilar enn.

Á fréttamannafundi, sem haldinn var til að tilkynna valið, sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að hann teldi líklegt að Telma yrði einn bestu markvarða Íslands á næstu árum. Hann sagði hana hafa staðið sig vel á landsliðsæfingum í febrúar og því hefði hann talið rétt að velja hana í hópinn.

Telma er á mála hjá Breiðabliki en var síðasta sumar í láni hjá FH. Hún hefur einnig leikið með Grindavík og Haukum.

Áslaug Munda er fædd árið 2001 og hefur þegar leikið tvo A-landsleiki. Hún er alinn upp hjá Hetti á Egilsstöðum en spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki hjá Völsungi árið 2016. Hún er líkt og Telma á mála hjá Breiðabliki þar sem hún hefur verið síðan árið 2018.

Landsliðið mætir Ítalíu í æfingaleik í næsta mánuði. Það verður fyrstu leikurinn undir stjórn Þorsteins. Hann á líka ættir að rekja austur, nánar til tekið í Viðfjörð og spilaði með Þrótti Neskaupstað í upphafi leikmannsferils síns.

Mynd: KSÍ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar