Þórarinn Örn valinn íþróttamaður UÍA

Þórarinn Örn Jónsson, blakmaður úr Þrótti Neskaupstað, hefur verið valinn íþróttamaður UÍA fyrir árið 2020. Valið var tilkynnt á ársþingi sambandsins í síðasta mánuði.

Tímabilið 2019-20 var Þórarinn Örn fyrirliði karlaliðs Þróttar sem varð deildarmeistari, en úrslitakeppnin var ekki leikin vegna Covid-faraldursins. Þetta var fyrsti titill Þróttar í karlaflokki.

Þá var hann einnig í 2. flokks liði félagsins sem var Íslands- og bikarmeistari.

Þórarinn náði einnig þeim árangri á tímabilinu að vera valinn í A-landslið karla og fór með félaginu á tvö mót auk þess sem hann var fyrirliði U-19 ára landsliðsins á móti í október 2019.

Þórarinn með verðlaunin ásamt liðsfélögum sínum í Þrótti. Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar