Þrettán í U-17 ára landsliðunum í blaki

Þrettán leikmenn úr þremur austfirskum íþróttaliðum voru í íslensku U-17 ára landsliðunum í blaki sem komu saman til æfinga á Húsavík um helgina. Blaktímabilið hófst á sama tíma með meistarakeppni.

Í drengjalandsliðinu voru þeir Börkur Marinósson, Kári Kresfelder Haraldsson, Hákon Þorbergur Jónsson, Hlynur Karlsson, Sölvi Páll Sigurpálsson og Guðjón Berg Stefánsson úr Þrótti og Gunnar Einarsson úr Huginn Seyðisfirði.

Í stúlknalandsliðinu voru María Bóel Guðmundsdóttir, Ester Rún Jónsdóttir, Freyja Karín Þorvarðardóttir og Alexandra Ýr Ingvarsdóttir úr Þrótti, Elísa Maren Ragnarsdóttur úr Huginn og Heiðbrjá Björgvinsdóttir úr Leikni Fáskrúðsfirði.

Borja Gonzalez Vicente þjálfar drengjaliðið og honum til aðstoðar er Ragnar Ingi Axelsson. Ana Vidal þjálfar stúlknaliðið auk þess sem hún hefur verið ráðin tæknistjóri Blaksambands Íslands. Öll koma þau frá Þrótti Neskaupstað.

Keppnistímabilið í blakinu hófst einnig um helgina á Húsavík með meistarakeppni Blaksambandsins. Þróttur vann þrefalt á síðasta tímabilli í kvennaflokki og mætti HK. Kópavogsliðið vann viðureignina í gær 0-3. Íslandsmótið sjálft hefst síðar í mánuðinum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar