Þrír fyrrum leikmenn Þróttar í karlalandsliðinu í blaki

Þrír fyrrum leikmenn Þróttar Neskaupstað eru í karlalandsliðinu í blaki sem mætir Portúgölum í forkeppni Evrópumótsins í kvöld.

Leikmennirnir eru þeir Ragnar Ingi Axelsson, sem nú spilar með Hamri í Hveragerði, Atli Fannar Pétursson, sem í sumar gekk til liðs við Aftureldingu frá Fylki og Galdur Máni Davíðsson, úr Marienlyst í Danmörku. Ragnar og Atli Fannar eru uppaldir Norðfirðingar en Galdur Máni Seyðfirðingur.

Landsliðið hélt utan í gærkvöldi og spilar gegn Portúgölum klukkan 21:00 að staðartíma í Póvoa de Varzim. Á sunnudag spilar liðið heima gegn Lúxemborg í Digranesi klukkan 15:00.

Leikirnir eru í forkeppni Evrópumótsins 2023.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.