Þrír leikmenn í Fjarðabyggð

Í gær greindi Austurfrétt frá því að miðju- og sóknarmaðurinn Isaac Owusu Afriyie væri genginn til liðs við Fjarðabyggð á lánssamning frá Víkingi Reykjavík. Fjarðabyggð hafa nú bætt við sig þremur leikmönnum til viðbótar.


Spænski varnarmaðurinn Papa Diounkou er orðinn liðsmaður Fjarðabyggðar en hann er 21 árs og lék síðast með CF Peralada í Katalóníu en liðið leikur þriðju efstu deild Spánar.


Ólafur Bernharð Hallgrímsson leikmaður Leiknis F fer á lánssamningi út tímabilið til Fjarðabyggðar. Ólafur er aðeins 17 ára gamall en hefur leikið 14 deildarleiki með Leikni F. þar af níu í sumar.


Þá hefur Andri Þór Magnússon gengið aftur til liðs við Fjarðabyggð en stuðningsmenn ættu að þekkja vel til hans enda spilað á þriðja hundrað leikja fyrir Fjarðabyggð. Andri Þór hefur lítið spilað undanfarin ár en hann lék fjóra leiki með ÍH frá Hafnarfirði í fyrra, ekki er ljóst hversu mikinn þátt hann mun taka það sem eftir er af tímabilinu.


Fjarðabyggð er í erfiðri stöðu í neðsta sæti í 2. deild. Liðið leikur í kvöld á Grenivík gegn Magna og búast má við nýjum leikmönnum í leikmannahóp kvöldsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.