Þrjú bronsverðlaun af Norðurlandamóti í bogfimi heim í Hérað

Tveir drengir úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) gerðu sér lítið fyrir í byrjun mánaðarins og náðu sér í þrenn bronsverðlaun á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi.

Þetta voru þeir Þórir Freyr Kristjánsson og Daníel Baldursson Hvidbro en þeir kepptu í sitt hvorri greininni; Þórir með berboga en Daníel með trissuboga. Mótið fór fram í Larvik í Noregi og þangað mættir allir þeir bestu í bogfimi á Norðurlöndunum og þar af nokkur fjöldi frá Íslandi.

Þórir náði ekki einungis bronsverðlaununum í U-18 einstaklingskeppni með berboga heldur bætti um betur og fékk jafnframt bronsið í liðakeppninni í þeim aldurshóp. Daníel keppti hins vegar í flokki U-21 og atti kappi við annan Íslending, Kaewmungkorn Yuangthong, í úrslitaleiknum um bronsið í einstaklingskeppninni. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði í það skiptið og endaði fjórði. Þeir félagar auk Önnu Maríu Alfeðsdóttur snéru svo bökum saman í liðakeppninni í sama flokki og náðu þar þriðja sætinu.

Þórir (í bláu) myndar bogann á mótinu í Larvik en hann kom heim aftur með tvenn bronsverðlaun. Mynd Bogfimisamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.