Þróttur deildarmeistari í fyrsta skipti og þjálfarinn fastur á Spáni

Þróttur Neskaupstað er deildarmeistari karl í blaki í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þeir voru í góðri stöðu í efsta sæti deildarinnar og áttu einn leik eftir til að tryggja sér titilinn. Vegna samkomubannsins var Mizuno deildum karla og kvenna frestað og því deildarmeistaratitill Þróttar í höfn.



„Það var bara einn leikur eftir i deildinni en við efstir og með griðarlega vel spilandi lið,“ segir Hlöðver Hlöðversson aðstoðarþjálfari Þróttar.

Samkomu- og boltabann
Hann segir að þrátt fyrir titilinn er svekkjandi og slæmt að deildinni og þeim keppnum sem eftir eru verða ekki spilaðar vegna samkomubannsins. „Stelpurnar voru byrjaðar að vinna leiki og karlaliðið gríðarlega sterkt og miklar líkur á þreföldum sigri karlaliðsins.“

En ekki liggur ljóst fyrir hvort verði haldið áfram eftir samkomubann. Stjórn Blaksambands Íslands mun taka ákvörðun 3. apríl hvort haldið verði áfram í maí og með hvaða hætti.

Hlöðver segir liðið þó ekki farið í frí. „Við höldum áfram að æfa eins og við getum. Nú er búið að setja á okkur boltabann og því getum við ekki æft með bolta. En íþróttahúsið er stórt og nóg pláss. Margt hægt að gera og nýtum við ræktina líka,“ segir Hlöðver

Fastur á Spáni
Þjálfari liðsins Raul Rocha er staddur á Spáni þar hann og kona hans voru að eignast barn.

„Þegar það var svona nokkuð ljóst að úrslitakeppnin yrði ekki spiluð og það má ekki æfa með bolta skv. tilmælum þannig það má ekki vera með eiginlega blakæfingar. Fannst okkur ekkert vit í því að rífa hann frá nýfæddu barninu til að fara í sótkví hér í 2 vikur og hanga svo eftir því hvort eitthvað yrði úr úrslitakeppninni“ segir Unnur Ása Atladóttir framkvæmdarstjóri blakdeildar Þróttar.

 

Karlalið Þróttar deildarmeistari. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.