Þróttur Fjarðabyggð fer vel af stað

Uppskeran var góð hjá Þrótti Fjarðabyggð í blakinu síðastliðna helgi en karlaliðið sigraði Fylki og kvennaliðið lék tvo leiki gegn Þrótti Reykjavík og vann báða. Allir leikirnir fóru fram á heimavelli Þróttar.


Sigur karlaliðsins á Fylki var sannfærandi og lauk 3-0 þar sem Ramses Ballesteros var stigahæstur í liði Þróttar með 13 stig. Þeir Andri Snær Sigurjónsson og Miguel Angel Melero voru báðir með 11 stig.


Báðir leikir kvennaliðsins fóru 3-1 um helgina og var Ester Rún Jónsdóttir stigahæsti Þróttari helgarinnar með samtals 34 stig í leikjunum tveimur.


Kvennalið Þróttar fer vel af stað í Íslandsmótinu og eru enn sem komið er með fullt hús stiga en karlaliðið með einn sigur og eitt tap.

 

Ljósm: Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.