Þróttur Nes skrefi nær íslandsmeistaratitli

Um helgina fóru fram leikir í Mizunodeildum karla og kvenna í blaki. Þróttur Neskaupstað tók á móti liði Álftaness. Karlalið Þróttar sigraði báða sína leiki en hjá konunum unnu liðin sitt hvorn leikinn. 

 

 

Eftir leiki helgarinn situr karlalið Þróttar í efsta sæti með 32 stig og stendur því vel að vígi í báráttunni um íslandsmeistaratitilinn. 

„Þetta voru hörkuleikur. Hann var sveiflukenndur en mjög góð úrslit þar sem það er smá meiðsli að hrjá okkur. Við vorum að spara lykil leikmenn hjá okkur eins og Melero og Jesus. Þetta eru sterkir leikmenn sem hlífðu sér svolítið en spiluðu þó eins og herforingjar,“ segir Hlöðver Hlöðversson aðstoðarþjálfari en þjálfari liðsins, Raul Rocha er staddur á Spáni þar sem hann á von á barni á næstu dögum.

„Þeir eiga svona einn leik eftir á móti KA og ef þeir vinna hann þá er Íslandsmeistatitilinn í höfn,“ segir Hlöðver. 

Næstu helgi fer svo fram bikarkeppnin en óvíst hvað verður um leikina vegna COVID-19 veirunnar. En aðilar á vegum Blakdeildarinnar funda með Almannavörnum í kvöld. 

Kvennalið Þróttar Nes og Álftaness mættust tvisvar nýliðna helgi. Á laugardaginn hafði Álftaness betur með þremur sigruðum hrynum gegn engri Þróttarkvenna. 

Seinni leikurinn fór fram í gær, sunnudag, og þá mættu lið Þróttar mun ákveðnari til leiks og sigruðu að lokum 3-2. 

„Það var allt annað sjá stelpurnar í gær. Þær komu mun sterkari til leiks og það skilaði sér,“ segir Unnur Ása Atladóttir framkvæmdarstjóri blakdeildar Þróttarnes. 

 

Karlalið Þróttar Nes. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.